Aðalsteinn Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri  fyrirtækjaráðgjafar Icebank. Í tilkynningu kemur fram að Aðalsteinn var annar stofnenda Behrens Fyrirtækjaráðgjafar hf. sem Icebank keypti síðastliðið haust.

Behrens Fyrirtækjaráðgjöf hefur á undanförnum árum haslað sér völl á sviði ráðgjafar við kaup og sölu á fyrirtækjum á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum, þar sem félagið hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum á því sviði. Fyrir stofnun Behrens Fyrirtækjaráðgjafar hf. starfaði Aðalsteinn m.a. sem fjárfestingastjóri hjá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum. Aðalsteinn útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001.