AB Sagax verður skráð í OMX Nordic Exchange í Stokkhólmi í dag. Sagax er tuttugasta og sjöunda félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári.

Sagax er félag í fasteignaviðskiptum sem fjárfestir í atvinnuhúsnæði, einkum fyrir vörugeymslur og léttan iðnað. Félagið var upphaflega stofnað árið 2000 af aðilum sem nú stýra rekstri þess og sitja í stjórn. Sagax mun fyrst og fremst fjárfesta í eignum á Stokkhólmssvæðinu og um 50% af fjárfestingum félagsins eru á því svæði. Frá 30. júní 2007 hefur félagið átt 717.000 fermetra leiguhæfs svæðis sem skiptist í 92 fasteignir.