Varahlutaverslunin AB varahlutir hagnaðist um 65 milljónir króna á síðasta ári en það er 45% minni hagnaður en árið á undan þegar fyrirtækið hagnaðist um 117 milljónir króna. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Tekjur félagsins námu 1,1 milljarði á síðasta ári miðað við 836 milljónir árið 2018. Eignir fyrirtækisins í lok árs voru 430 milljónir 2019 en voru 515 milljónir króna í lok árs 2018.

Eigið fé félagsins nam 205 milljónum króna á síðasta ári en var 388 milljónir í lok árs 2018 en félagið greiddi 245 milljónir í arð á árinu. Eiginfjárhlutfall er 48%.