Verðlaun Skúla fógeta voru afhent í dag en Gamma veitir þessi verðlaun fyrir bestu lokaritgerðina í meistaranámi á sviði fjármála og efnahagsmála. Vilhjálmur Hilmarsson átti verðlaunaritgerðina en hann fjallar um þjóðhagslega arðsemi samgönguframkvæmda á Íslandi.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, afhenti verðlaunin í dag en Skúli fógeti hefði orðið 301 árs í dag. Ásgeir hélt ræðu um ágæti Skúla og sagði að þessi ritgerð væri í anda hans.