*

mánudagur, 25. október 2021
Erlent 18. júlí 2014 13:49

AbbVie kaupir Shire til að forðast skatta

Bandaríska lyfjafyrirtækið AbbVie kaupir Shire og flytur höfuðstöðvar sínar til Bretlands til að forðast háa skatta.

Ritstjórn

Bandaríska lyfjafyrirtækið AbbVie Inc. hefur fest kaup á breska lyfjafyrirtækinu Shire Plc fyrir 32 milljarða punda, eða sem nemur 6000 milljörðum íslenskra króna, þetta eru stærstu kaup bandarísks fyrirtæki til að lækka skatta.

AbbVie er nýjasta bandaríska fyrirtækið í heilbrigðisgeiranum sem flytur höfuðstöðvar sínar erlendis. Höfuðstöðvar fyrirtækisins munu nú vera í Bretlandi en starfsemi mun halda áfram í Chicago í Illinois fylki. Skattarnir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir í Bandaríkjunum nema 22 prósentum en í Bretlandi nema skattarnir einungis 13 prósentum. 

Það er einnig hagur í sameiningunni fyrir AbbVie sem framleiðir gigtarlyfið Humira því það mun nú einnig framleiða ADHD lyf Shire.

Stikkorð: Lyfjafyrirtæki AbbVie Shire