ABN Amro hefur birt stutta grein um íslenska bankakerfið, þar sem fram kemur að bankinn telji áhættuálag á skuldatryggingum íslensku bankanna (e. ?credit default swaps?) vera of hátt. Morgan Stanley birtir í dag ítarlega skýrslu um bankakerfið, þar sem tekið er í svipaðan streng.

?[Áhættuálagið] er hærra en hjá veiku BBB iðnaðarfyrirtæki sem orðrómur er um að standi til að kaupa með skuldsettri yfirtöku. Við teljum að þótt það sé vissulega réttlæting fyrir hærra álagi en hjá sambærilegum bönkum, en það var þegar komið fram í álaginu áður en þessi bylgja reið yfir,? segir í grein ABN Amro.

Morgan Stanley tekur í svipaðan streng í ítarlegri skýrslu um íslensku bankana.

Að mati bankans hefur markaðurinn brugðist of harkalega við. Hann mælir með Glitni, áður Íslandsbanka, og Landsbanka, en segist ekki geta sagt hið sama um Kaupþing.