Hollenskur dómstóll úrskurðaði í gær að ABN Amro verði að fresta fyrirhugaðri sölu á bandaríska bankanum LaSalle fyrir 21 milljarð Bandaríkjdala til Bank of America, en salan var hluti af samkomulagi sem bankinn hafði gert við Barclays í síðasta mánuði.

Ákvörðun dómstólsins er talin líkleg til að minnka líkurnar á því að áform Barclays um að yfirtaka ABN Amro gangi eftir. Fyrirtækjahópurinn sem Royal Bank of Scotland leiðir mun hins vegar í kjölfar úrskurðarins fá meiri tíma til að leggja fram yfirtökutilboð sitt í ABN.