Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich er ríkastur þeirra í heiminum sem eru undir fertugt. Abramovich er í í 11. sæti á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes sem heldur úti listanum. Auður Abramovich, sem er 39 ára gamall, nemur 18,2 milljörðum dollara og hefur hann auðgast á olíu.

Sem kunnugt er þá er Björgólfur Thor í 350 sæti listans en hann er talinn vera Breti vegna búsetu en ekki Abramovich en þó er henn einnig með búsetu í Englandi.

Danski auðmaðurinn Mærsk McKinney Møller er í 84 listans en hann er talinn eiga 400 milljarða króna og hefur auður hans aukist um 100 milljarða frá því listinn var gefinn síðast út. Þangað sækir auður, sem auður er fyrir, segir máltækið.

Danski Legó-kóngurinn Kjeld Kirk Kristiansen er í 245 sæti listans með 180 milljarða en auður hans hefur ekki aukist frá því er listinn var síðast gefinn út.

Þetta var gott ár hjá milljarðamæringum heimsins og eru þeir nú 102 fleiri en síðast en mælieiningin er eign í milljörðum dollara. Þetta er ekki fjölmenn tegund en 793 finnast í heiminum. Ekki eru þeir þó taldir í útrýmingarhættu.