*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 14. september 2014 19:06

Ábyrgðarlaust að afnema sykurskatt

Formaður SÍBS telur að afnám sykurskatts muni hafa neikvæð áhrif á heilsu þjóðarinnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kostnaður við lífstílstengda sjúkdóma eru um 40 milljarðar á ári og að hver Íslendingur neyti um 50 kílóa af sykri á ári. Þetta segir Guðmundur Löve, formaður SÍBS í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir Íslendinga vera feitasta af öllum Norðurlandabúum.

Guðmundur telur að afnám sykurskattsins svokallaða muni hafa neikvæð áhrif á heilsu þjóðarinnar. Skatturinn var upphaflega lagður á í mars á seinasta ári og leggst á sykruð matvæli, eins og morgunkorn og bragðbættar mjólkurvörur.

Sykurinn er helsti óvinurinn

„Nú á að kippa þessu úr sambandi og það þrátt fyrir að sykurinn sé helsti óvinur okkar hvað mataræði varðar. Innlendar rannsóknir hafa sýnt að jafnvel hóflegur skattur eins og lagður var á mun sennilega geta stöðvað þyngdaraukningu þjóðarinnar," segir Guðmundur.

Guðmundur segir augljósan þjóðhagslegan ávinning af slíkum skatti. „Með því að lækka um eitt þyngdarstuðulsstig myndi þjóðin spara um milljarð til tvo milljarða á ári á núverandi verðlagi." Hann segir að í ljósi þess að 75% útgjalda sem falla til í heilbrigðiskerfinu séu vegna langvarandi lífstílstengdra sjúkdóma sé ábyrgðarlaust að falla frá innheimtu skattsins.

Stikkorð: SÍBS Sykurskattur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is