Að mati Fjármálaeftirlitsins er það á ábyrgð fyrirtækjanna að kanna hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef FME .

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út að það vilji ekki tjá sig hvort eftirlitið hafi kannað hæfi þeirra einstaklinga sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn er varðar kaup á hlutum í Skeljungi og Færeyska olíufyrirækinu P/F Magn.

Einstaklingarnir sem umræðir eru þau Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fyrrum stjórnarformaður VÍS, en þess má geta að hún steig til hliðar í kjölfar málsins, Guðmundur Örn Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku banka og Einar Örn Ólafsson, stjórnarmaður í TM.

Að sögn FME kanna þeir þá skyldu að leggja mat á hæfi stjórnarmann og framkvæmdastjóra þegar þeir hefja störf og geti hvenær sem er tekið hæfi þeirra til sérstakrar skoðunar.