Skipuriti Eyris Invest hefur verið breytt í kjölfar þegar að Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri félagsins, var ráðinn forstjóri Marel fyrir helgi.

Fram kemur á vef Eyris Invest að ábyrgð hafi verið dreift á herðar þriggja starfsmanna. Margrét Jónsdóttir muni sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins, Sigfús Oddsson verður framkvæmdastjóri fjármögnunar og Örn Valdimarsson verður framkvæmdastjóri fjárfestinga. Stjórnarformaður Eyris Invest verður sem fyrr Þórður Magnússon, faðir Árna Odds sem stofnaði með honum Eyri Invest árið 2000.

Eyrir Invest á 29% hlut í Marel og 17% hlut í hollensku fyrirtækjunum Stork Technical Services og Fokker Technologies. Eyrir rekur jafnframt sprotasjóðinn Eyrir Sprotar slhf sem á stóran hlut í ReMake Electric og Saga Medica.