Ábyrgðir ríkisins í lok síðasta árs námu 1350 milljörðum króna og losuðu þannig 90% af landsframleiðslunni. Í upphafi tíunda áratugarins voru ábyrgðir ríkisins liðilega 60% af landsframleiðslunni á hverjum tíma.

Ábyrgð vergna Landsvirkjunar tvöfaldast

Þar af var langstærst ábyrgð ríkisins á Íbúðalánasjóði en hún stóð í nærri 880 milljörðum en þar á eftir komu ábyrgðir vegna skulda Landsvirkjunar sem námu 391 milljarði um áramótin síðustu.

Ábyrgðirnar vegna Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar voru því um 93% af heildarábyrgðum ríkisins eins og þær eru taldar fram í tölum Lánasýslu ríkisins. Segja má að stökkbreyting hafi orðið hrunárið 2008 þegar hlutfall ríkisábyrgða fór úr 68% í 84% af VLF.

Skýringin liggur í mikilli verðbólgu og falli krónunnar og þannig tvöfaldaðist nær þær skuldbindingar sem ríkið ábyrgist fyrir Landsvirkjun, fóru úr 186 milljörðum í 360 milljarða svo að segja í einni svipan en Landsvirkjun fjármagnar sig, eða hefur gert það fram til þessa, að langmestu leyti í erlendum myntum.

-Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins