Verslanarisinn Hagar var tekinn út úr Baugi í byrjun síðasta árs og er nú í beinni eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í gegnum Gaum.

Erfitt er að segja hvaða áhrif fall Baugs kemur til með að hafa á Haga en Finnur Árnason, forstjóri félagsins, sagði að reksturinn stæði traustum fótum.

Hagar eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og þarf að endurnýja skuldabréfaflokk sinn upp á 9 milljarða króna í nóvember næstkomandi þegar flokkurinn kemur á gjalddaga.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .