Milljarðamæringurinn William Ackmann sem hefur staðið í hálfgerðu stríði við Herbalife frá árinu 2012, segist ætla að halda skortstöðu sinni í félaginu. Ackman hefur veðjað gegn fyrirtækinu og sakað það um að stunda píramídasvindl.

Gengi hlutabréfanna rauk upp í síðustu viku, eftir úrskurð Federal Trade Comission, sem töldu fyrirtækið ekki vera svikamyllu. Hins vegar var fyrirtækinu dæmt að greiða 200 milljónir dala til stofnunarinnar fyrir ósanngjarna og villandi starfshætti. William Ackman ætlar að láta reyna á dómstóla í Evrópu.

Ackman, stofnandi Pershing Square Capital Management, hefur varið yfir 50 milljónum dala í herferð gegn fæðubótarisanum. Herferðin hófst árið 2012, en þá lýsti Ackman því yfir að Herbalife myndi láta Enron lýta illa út. Fjárfestirinn Carl Ichan hefur tekið stöðu á móti Pershing Square, og er búinn að græða vel á uppgangi bréfanna. Ackmann hefur aftur á móti tapað miklum fjármunum.