Acta lögmannsstofa hefur sameinast Lögfræðistofu Reykjavíkur og tók sameiningin gildi hinn 1. apríl sl. Eigendur Acta lögmannsstofu sem eru fimm, hafa því bæst í hóp eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Eigendur Lögfræðistofu Reykjavíkur eru nú sextán talsins, þar af eru sjö með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.

Lögfræðistofa Reykjavíkur rekur jafnframt innheimtuþjónustu undir nafni Innheimtustofu Reykjavíkur og nýlega var sett á stofn fasteignasalan Nýhöfn. Sameinuð stofan mun starfa undir merki Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Eigendur stofunnar eru því þau Þórður Heimir Sveinsson hdl., Jóhannes Albert Sævarsson hrl., Guðrún Helga Brynleifsdóttir hrl., Ólafur Garðarsson hrl., Berglind Svavarsdóttir hrl., Björgvin Halldór Björnsson hdl., Tómas Jónsson hrl., Eggert B. Ólafsson hdl., Garðar Steinn Ólafsson hdl., Grétar Dór Sigurðsson hdl., Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson hdl., Margrét Gunnlaugsdóttir hrl., Inga Björg Hjaltadóttir hdl., Þyrí Steingrímsdóttir hrl. og Harpa Hörn Helgadóttir hdl. og Daði Ólafsson hdl.