Actavis tilkynnti fyrir rúmlega ári síðan að samið hafi verið við fjármálafyrirtækin ABN AMRO Rothschild og Merill Lynch International um ráðgjöf í tengslum við skráningu félagsins í London. Í gær fjallaði Financial Times (FT.com) um þetta val og tilgreindi einnig að stefnan væri sett á öflun nýs hlutafjár að upphæð 350 m. evra. Það samsvarar um 29 mö.kr. sem er um 23% af markaðsvirði félagsins í dag. Það kanna að vera að þessar fréttir hafi haft áhrif á að gengi bréfa Actavis hafa hækkað myndalega í morgun.

Samkvæmt greininni er tilgangur skráningarinnar að sækja fé til ytri vaxtar og því haldið fram að Actavis sé að vinna í stórum yfirtökum í Evrópu auk þess að félagið hugleiði kaup í Bandaríkjunum til að fá aðgang að stærsta lyfjamarkaði heims. Því er velt upp að skráningin muni eiga sér stað seint í vor. Actavis yrði fyrsta samheitalyfjafyrirtækið sem yrði skráð í Kauphöllina í London. Engin tilkynning hefur borist frá Actavis varðandi skráninguna frá því að ákveðið var að fresta skráningu í London til ársins 2005.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.