Lyfjarisinn Actavis hefur að undanförnu auglýst eftir starfsfólki á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá félaginu er um að ræða alls 13 störf, þar af 8 ný störf og 5 störf sem losna vegna þess sem kalla má eðlileg starfsmannavelta. Í þessu tilfelli er t.d. starfsmaður að fara í annað starf á vegum fyrirtækisins og aðrir á leið í nám.

Í flestum tilvikum er um að ræða störf þar sem þörf er á háskólamenntun, en í þremur tilfellum var gert ráð fyrir stúdentsprófi. Eitt starfanna fer að miklu leyti fram á rannsóknarstofu, en hin eru skrifstofustörf. Flest störfin nú eru á sölusviði, en einnig á fjármálasviði, markaðssviði, skráningarsviði og víðar innan Actavis. Starfsmenn Actavis á Íslandi eru nú um 580.