Hluthafafundur Actavis Group veitti í dag stjórn félagsins heimild til að ákveða útgáfu A-hluta hlutafjár félagsins í evrum í stað íslenskra króna og var tillagan samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum A og B-hluthafa, sem farið var með atkvæði fyrir á fundinum, segir í tilkynningu.

Við umreiknun hlutafjárins skal fara að ákvæðum laga um ársreikninga nr. 3/2006, sbr. 5. málsgrein 1. grein laga um hlutafélög nr. 2/1995. Skal stjórn jafnframt heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins sem leiða af útgáfunni, þar á meðal breyta fjárhæðum þeim sem fram koma í 2. grein samþykkta félagsins og varða breytinguna, með sömu umreiknunaraðferð. Verði breytingin framkvæmd af stjórn félagsins skal nafnverð hvers hlutar vera 0,01 evra.

Þá voru samþykktar breytingar á grein 2.02.4. í samþykktum félagsins og hljóðar hún nú svo:
?Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé þess í A-flokki um allt að krónum 1.200.000.000 ? tólf hundruð milljónir ? að nafnvirði vegna fjármögnunar Actavis á hlutum í öðrum félögum. Heimild þessi gildir í eitt ár frá samþykkt hennar. Réttindi skulu fylgja hinum nýju hlutum frá skráningardegi hækkunarinnar. Félagsstjórn skal heimilt að ákveða að greiða megi fyrir hina nýju hluti með öðru en reiðufé. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum.?

Tillagan var samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum A og B-hluthafa, sem farið var með atkvæði fyrir á fundinum.