Actavis greindi frá því í dag að dótturfélag fyrirtækisins, Amide, hefur fengið söluleyfi frá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til að markaðsetja tvö ný lyf.

Lyfin eru Hydromorphone Hydrochloride, sem er verkjalyf, og Dantrolene Sodium, sem er notað í meðferð á ofspennu og til að hafa hemil á krampaköstum.

Divya Patel, forstjóri Amide, segir nýju lyfin bæta enn frekar lyfjasafn félagsins. Ekki er búist við að sala lyfjanna hafi verulega áhrif á afkomu Actavis á árinu.