Actavis tilkynnti í dag að félagið hafi verið fyrst á markað með nýtt samheitalyf í Þýskalandi. Um er að ræða Quinapril HCT töflur í 10/12,5 mg, 20/12,5 og 20/25 mg styrkeikaformi sem selt er til viðskiptavina félagsins í Þýskalandi. Quinapril HCT er samheitanafnið á frumlyfinu Accuretic/Accuzide framleitt af lyfjafyrirtækinu Pfizer, sem er notað til meðferðar á háum blóðþrýstingi og selt í sama styrkleika.

Einkaleyfi fyrir Accuretic/Accuzide rann út í Þýskalandi í apríl á þessu ári, en markaðsleyfi var veitt 23. desember í Þýskalandi. Actavis væntir þess að Quinapril HCT verði í hópi 10-15 söluhæstu lyfja til þriðja aðila á árinu. ?Yfir 25 milljónir taflna hafa selst og við væntum þess að lyfið verði góð viðbót við vöruúrval okkar. Viðskiptavinir okkar eru fyrstir til að setja lyfið á markað í samheitaformi,? sagði Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmdarstjóri Sölu til þriðja aðila hjá Actavis í tilkynningu félagsins.

Hjá Actavis eru tvö megin tekjusvið og annað þeirra er Sala til þriðja aðila, sem myndar um 39% af tekjum félagsins (9 mán 2004). Á árinu hafa þá alls 9 ný lyf komið á markað frá sviðinu auk þess sem lyf hafa verið sett á markað í nýjum löndum og m.a. hafa verið seld þrjú lyf til Frakklands og eitt til Ungverjalands sem áður hafa verið seld á öðrum mörkuðum félagsins.