Dómstóll í Textas komst að þeirri niðurstöðu í dag að tvö félög Actavis skuli greiða 170 milljónir dala, jafnvirði um 19,5 milljörðum króna, í skaðabætur vegna þess að félagið rukkaði of mikið fyrir lyf sín.

Um er að ræða félögin Actavis Mid-Atlantic LLC og Actavis Elizabet LCC. Skaðabæturnar renna til Texas-ríkis og bandarískra stjórnvalda.

Sagt er frá niðurstöðu dómara í Texas á vef Bloomberg. Kemur fram að málið snúist um verðlagningu á lyfjum sem voru seld til Medicaid, stofnun sem aðstoðar lágtekjufólk við að fjármagna læknisaðstoð. Dómsmálaráðherra Texas ríkis segir að hundruð milljónir dala séu undir í slíkum málum og haldið verði áfram að sækja þá fjármuni sem ríkið telur sig eiga rétt á vegna of hárra verðlagningar lyfjafyrirtækja.

Talsmaður Actavis vildi ekki tjá sig um málið þegar Bloomberg leitaði eftir því.