Actavis birtir níu mánaða uppgjör sitt eftir lokun markaða á morgun, segir greiningardeild Landsbankans.

?Við reiknum með að þriðji ársfjórðungur verði lakasti fjórðungur ársins meðal annars vegna árstíðasveiflna. Til viðbótar mun gjaldfærsla að fjárhæð 25 milljónir evra [2,2 milljarðar króna] eiga sér stað á fjórðungnum vegna PLIVA verkefnisins

Að teknu tilliti til gjaldfærslunnar áætlum við að hagnaður félagsins verði í námunda við 3,8 milljón evra [332 milljónir króna] í stað 22,6 milljón evra [tveir milljarðar króna] eins og afkomuspá okkar hljóðaði án gjaldfærslunnar. Til samanburðar nam hagnaður eftir skatta 31 milljón evra [2,7 milljarðar króna] á fyrsta ársfjórðungi og 30 milljón evra [2,6 milljarðar króna] á öðrum ársfjórðungi,? segir greiningardeildin.