Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis, segir það ekki rétt að fyrirtækið hafi hætt við að gera kauptilboð í samheitalyfjaeiningu Merck.

"Þetta eru bara kjaftasögur," sagði Sigurður Óli í samtali við Viðskiptablaðið, en Dow Jones-fréttastofan sagðist í frétt í dag hafa heimildir fyrir því að Actavis hafi ákveðið að hætta við að gera formlegt tilboð í eininguna.

Merck-einingin  er verðmetin á bilinu fjórir til fimm milljarðar evra, sem samsvarar um 350-440 milljörðum íslenskra króna).