Actavis hefur hætt við að gera formlegt kauptilboð í samheitalyfja einingu þýska fyrirtækisins Merck, samkvæmt heimildum Dow Jones-fréttastofunnar.

Íslenska fyrirtækið lýsti því yfir í byrjun árs að það hefði áhuga á að kaupa eininguna og hefur tryggt sér lánsfjármagn til að styðja við yfirtökuna.

Heimildarmenn Dow Jones segja að þýska fyrirtækið Stada, ísraelska félagið Teva, bandaríska fyrirtækið Mylan og fjárfestingasjóðirnir Apax og Bain hafi enn áhuga á að kaupa samheitalyfjaeiningu Merck, er verðmetin á bilinu fjórir til fimm milljarðar evra (350-440 milljarðar íslenskra króna).

Einnig greinir fréttastofan frá því að Indverska lyfjafyrirtækið Torrent hafa nú aftur fengið áhuga á Merck-einingunni eftir að hafa samið um samstarf við alþjóðlega fjárfestingasjóð.