Actavis Group er enn líklegur kaupandi að króatíska samheitalyfjaframleiðandanum Pliva, að sögn greiningardeildar Landsbankans og hefur það eftir Bloomberg fréttasíðunni en þann 13. júní síðastliðinn höfðu fimm fyrirtæki inn tilboð en tvö þeirra hafa fallið úr leik.

?Stærsti samheitalyfjaframleiðandi Afríku, Aspen Pharmacare Holdings Ltd., eitt af tveimur fyrirtækjunum sem hefur helst úr lestinni," segir greiningardeildin.

Hún segir að svo virðist vera sem bandaríski samheitalyfjaframleiðandinn Barr Pharmaceuticals Inc. sé enn í spilunum en kauptilboð félagsins hljóðaði upp á 2,1 milljarð bandaríkjadali.

?Til samanburðar hljóðar kauptilboð Actavis upp á 1,85 milljarða bandaríkjadali en á fjárfestingarfundi sem haldinn var í kjölfar uppgjörs kom einmitt fram í máli Róbert Wessman, forstjóra Actavis, að Actavis væri ekki með hæsta boðið," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir að náist samkomulag milli Actavis og Pliva um kaupin yrði til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, en búist er við miklum vexti á þeim markaði.

"Því er ljóst að kaup á Pliva yrðu mikil búbót fyrir Actavis. Í viðtali Bloomberg við Björgóllf Thor Björgólfsson sagði hann þó að fyrirtækið myndi halda sínu striki þrátt fyrir að ekki yrði af kaupunum," segir greiningardeildin.