Actavis greindi frá því í dag að félagið hefur hafið samstarf við króatíska fjárfestingasjóðinn Quaestus Private Equity Partners.

Samstarfið felur í sér samvinnu um hugsanleg kaup á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva, en Actavis hefur hækkað kauptilboð sitt í fyrirtækið í 1,85 milljarða Bandaríkjadali úr 1,6 milljörðum.

Nánari upplýsingar um samstarfið voru ekki fáanlegar.

Stjórnendur Pliva sögðu í dag að kauptilboðið endurspeglaði ekki virði félagsins, en tóku ákvörðun um að skoða tilboðið vandlega. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, telur ákvörðunina góðar fréttir.

Róbert sagði Actavis hafa haft samband við 15-20 stóra hluthafa í Pliva og talið er að þrýstingurinn á stjórn Pliva um að hefja yfirtökuviðræður hafi aukist verulega.