Samkvæmt blaðinu Business Standard á Indlandi er Actavis í viðræðum um yfirtöku á lyfjadeild samheitalyfjafyrirtækisins Emcure á Indlandi. Fyrr á árinu gerði Actavis samstarfssamning við fyrirtækið um framleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað á fjórum samheitalyfjum sem Actavis hefur þróað. Stjórnendur Actavis hafa sagt það lykilatriði fyrir samkeppnishæfni samheitalyfjafyrirtækja að auka umsvif sín í Indlandi og nýta sérþekkingu og lágan framleiðslukostnað þar segir í Morgunkorni Íslandsbanka

Í frétt Business Standard segir stjórnandi Actavis í Indlandi að fjögur fyrirtækji séu á óskalista þess varðandi uppbyggingu í Indlandi og Emcore sé meðal þeirra. Viðræður séu við einhver þessara fjögurra fyrirtæka. Hann segir jafnframt að það henti Actavis ekki að vera minnihlutaeigandi og stefni því á yfirtöku á þeim félögum sem félagið hefur augastað á auk þess að gera samstarfssamninga við hentuga samstarfsaðila líkt og gert var með Emcure. Hann nefnir einnig að til standi að víkka samstarfsamninginn á milli fyrirtækjanna á næstunni og tveimur lyfjum verði bætt við þau fjögur sem þegar hefur verið gerður samningu um.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.