Straumur-Burðarás hefur minnkað hlut sinn í Actavis í 3,06% úr 5,82%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Kaupandinn er Actavis. Kaupverðið er 6,1 milljarður króna.

"Félagið hefur ákveðið að fjárfesta í eigin bréfum til að tryggja nægjanlega eign eigin bréfa. Hlutabréfin eru hugsuð sem mögulegur gjaldmiðill í þeim fyrirtækjakaupum sem í skoðun eru á hverjum tíma," segir í tilkynningu frá Actavis til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 93.000.000 hluti, keypta á genginu 65,9 krónur á hlut.