Actavis hefur samið við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á lyfjaverksmiðju sem sérhæfð er í framleiðslu krabbameinslyfja.

Verksmiðjan er staðsett í bænum Nerviano, um 30 km frá Mílanó á Ítalíu. Verksmiðjusvæðið er um 300,000 fermetrar og fastir starfsmenn um 340 talsins.

Að auki hefur Actavis samið til nokkurra ára um framleiðslu á krabbameinslyfjum fyrir Pfizer, að því er Actavis greinir frá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .