Actavis hefur keypt rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan fyrir 12,8 milljarða króna. Fyrirtækið er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum, að því er segir í frétt frá Actavis.

Kaupverðið er greitt með reiðufé og gert er ráð fyrir að sjóðsstaða Sindan nemi um 14 milljónum evra, 1.200 milljónir króna, og engar skuldir eru teknar yfir við kaupin.

Í frétt frá félaginu segir að kaupin á Sindan opni leið fyrir Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa.

Actavis fær aðgang að markaðs- og dreifingarkerfi Sindan í 6 löndum auk þess að fá aðgang að sérhæfðum þróunar- og framleiðslueiningum.