Actavis hefur undirritað samning um kaup á tékkneska lyfjafyrirtækinu Pharma Avalanche, 30 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í Prag. Pharma Avalanche, sem var stofnað árið 2000, hefur aðallega lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Tékklandi og Slóvakíu.

Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Actavis, segir að kaupin séu í samræmi við stefnu félagsins um uppbyggingu þess í Mið-Evrópu. ?Með kaupunum erum við komin með beinan aðgang að bæði tékkneska og slóvakíska markaðnum. Við getum í framhaldi skráð og selt okkar eigin lyf á þessum mörkuðum og sjáum í því ákveðna samlegð,? segir Sigurður Óli í tilkynningu frá félaginu.

Kaupverð Actavis á Pharma Avalanche er ekki gefið upp né aðrar fjárhagsupplýsingar varðandi kaupin. Ekki er gert ráð fyrir að þau hafi veruleg áhrif á afkomu Actavis.