Actavis er meðal þeirra 22 fyrirtækja sem lögðu fram yfirlýsingu um áhuga á að gera kauptilboð í 53% hlut rúmenska ríkisins í lyfjafyrirtækinu Antibiotice Iasi, segir Robert Wessman í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Viðskiptablaðið greindi frá því þann 16. október að einkavæðingarnefnd Rúmeníu hafi gefið hugsanlegum kaupendum til 1. nóvember til að skila inn yfirlýsingu um áhuga á að gera kauptilboð í hlut ríkisins í (e. letter of interest), en markaðsvirði Antibiotice er um 20,8 milljarðar króna.

Wessman segir að þar sem 22 aðilar sitji um fyrirtækið að líkur séu á að verðið verði of hátt fyrir Actavis, þar sem Actavis sé ekki þekkt fyrir að greiða of hátt verð. Hann vildi þó ekki gefa upp hvað hann teldi sanngjarnt verð.

Í fréttinni segir að Rúmenar hafi eytt 380 milljón evrum, eða um 35 milljörðum króna í samheitalyf á síðasta ári og að Antibiotice hafi á 9% markaðshlutdeild þar í.

Actavis keypti rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan í mars fyrir 12,8 milljarða króna og tryggði sér þar með 8% hlutdeild á samheitalyfjamarkaði Rúmeníu, en með kaupum á Antibiotice yrði markaðshlutdeild Actavis þá 17%.

Velta Sindan nam 66,8 milljónum evra (6,1 milljarði króna) á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 35% aukning. Sindan spáir því að tekjur fyrirtækisins nemi 80 milljónum evra þetta árið og 100 milljónir