Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar (?FDA?) fyrir markaðsleyfi á gigtarlyfinu Meloxicam, segir í tilkynningu.

Meloxicam er samheitalyf frumlyfsins Mobic frá fyrirtækinu Boehringer Ingelheim. Dreifing lyfsins er þegar hafin á Bandaríkjamarkaði og verður það framleitt í 7,5mg og 15mg töflum. Frumlyfið seldist fyrir um 1,1 milljarð dollara (78 milljarðar króna) í Bandaríkjunum á árinu 2005.

?Það er einkar mikilvægt á þessum stærsta lyfjamarkaði heims að bjóða gott úrval lyfja til stærstu dreifingaraðila og vera stöðugt að markaðssetja ný lyf. Á stuttum tíma hefur okkur tekist að skipa okkur í hóp átta stærstu samheitalyfjafyrirtækja á Bandaríkjamarkaði," segir Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri sölusviðs samstæðunnar í Bandaríkjunum.