Actavis hefur sett fyrsta samheitalyfið undir eigin vörumerkjum félagsins á markað í Tékklandi. Í frétt félagsins kemur fram að um er að ræða taugalyfið Lamotrigin sem er ætlað til meðferðar við flogaveiki.

Fyrsta sending lyfsins er í þremur styrkleikaflokkum, 25 mg, 50 mg og 100 mg.

Í mars 2005 keypti Actavis lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche, með höfuðstöðvar í Prag, en hjá félaginu starfa um þrjátíu manns. Með kaupunum fær Actavis beinan aðgang að mörkuðum í Tékklandi og Slóvakíu fyrir sín eigin vörumerki. Búist er við að markaðssetning á Lamotrigine styðji vel við sölu félagsins á markaðnum og góð viðbót við lyfjaúrval félagsins á markaðnum.