*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 9. nóvember 2004 18:17

Actavis með nýja þróunareiningu á Indlandi

Ritstjórn

Til að auka frekar hagkvæmni í þróunarstarfi Actavis verður sett á fót þróunareining í Indlandi á næstu mánuðum. Helsta markmið þeirrar einingar er að auka þróun á eigin lyfjahráefni (API) Actavis og einnig að þróa fleiri lyf fyrir Bandaríkjamarkað.

Í kjölfar þess að framkvæmdastjórn félagsins hefur verið styrkt verður aukin áhersla lögð á að þróa mikilvæg viðskiptasambönd við þriðja aðila. Aukin áhersla verður lögð á kaup á lyfjahugviti frá þriðja aðila fyrir Eigin vörumerki Actavis á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta kom fram í tilkynningu félagsins þegar 9 mánaða uppgjör þess var kynnt.