Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis varð undir í uppboðslag um eignir bandaríska lyfjafyrirtækisins aaiPharma Inc., samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Bandaríska lyfjafyrirtækið Xanodyne Pharmaceuticals Inc. hefur samþykkt kaup á eignum félagsins, sem er gjaldþrota, fyrir 215 milljónir Bandaríkjadala.

Fyrsta tilboð Xanodyne hljóðaði upp á 170 milljónir Bandaríkjadala en fyrirtækið hækkaði tilboð sitt um 45 milljónir til þess að tryggja sér eignir aaiPharma. Upplýsingar um tilboð Actavis voru ekki fáanlegar. Fimm fyrirtæki gerðu tilboð í eignir aaiPharma.