Samheitalyfjafyrirtækið Actavis á í yfirtökuviðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, samkvæmt fréttum króatískra fjölmiðla.

Fyrirtækið er verðmetið á 1,4-1,5 milljarða Bandaríkjadali, sem samsvarar 96-100 milljörðum íslenskra króna. Acatavis, þá kallað Pharmaco, keypti norrænu einingu Pliva árið 2004.

Actavis keypt tvö stór samheitalyfjafyrirtæki á síðasta ári ? bandaríska lyfjafyrirtækið Amide fyrir 500 milljónir Bandaríkjadali og samheitalyfjaeiningu bandaríska lyfjafyrirtækisins Alpharma fyrir 800 milljónir dala.

Pliva, sem skráð er í kauphöllina í London, gaf út tilkynningu í gær um að fyrirtækið væri ekki til sölu og að stefnan væri að verða áfram króatískt fyrirtæki.