Samtals hefur 33 starfsmönnum verið sagt upp störfum hjá Actavis á Íslandi en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í dag. Sigfús Örn Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Actavis á Íslandi, að uppsagnirnar vera lið í endurskipulagningu á allri starfsemi móðurfélags Actavis, Teva Pharmaceutical Intustries, á heimsvísu.

Endurskipulagningin nær til tveggja eininga Actavis hér á landi. Annars vegar þróunarsviðs þar sem 11 starfsmönnum var sagt upp störfum og hins vegar skráningarsviðs þar sem uppsagnirnar ná til 22 starfsmanna. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. maí næstkomandi en aðrar munu dreifast yfir heilt ár.

Skv. heimasíðu Actavis eru starfsmenn á Íslandi 300 talsins en höfuðstöðvar félagsins eru í Hafnarfirði. Teva, móðurfélag Actavis, er með 50.000 starfsmenn sem starfa í yfir 100 löndum í fimm heimsálfum.