106 starfsmönnum lyfjaverksmiðju Actavis var sagt upp í vikunni og taka uppsagnirnar gildi nú um áramótin. Þetta kemur fram í frétt DV um málið.

Jafnframt kemur fyrirtækið til með að segja upp 150 starfsmönnum til viðbótar á næstu mánuðum. Í júní í fyrra, var tilkynnt um að lyfjaverksmiðju Actavis yrði lokað í Hafnafirði og er þessum uppsögnum lýst sem nokkur skonar „lokunarferli“ í bréfi Actavis til DV. Starfsemi lyfjaverksmiðjunnar verður

Starfsmennirnir fá greiddan uppsagnarfrest í samræmi við gildandi ráðningarsamning, en þurfa þó ekki að vinna út frestinn. Uppsagnirnar miða við uppsagnarfrest hvers og eins og einnig er tekið fram í svari Actavis til DV að reynt sé að hliðra til ef einhver var búinn að finna vinnu eða vilji vinna lengur.