Tékkneska lyfjaeftirlitið hefur sektað Actavis um jafnvirði rúmlega 5 milljóna króna fyrir að greiða kostnað af dvöl hóps tékkneskra lækna á strandhóteli í Egyptalandi í fyrra, að því er fram kemur í Prague Daily Monitor.

Sektina, sem Actavis hefur áfrýjað, fékk félagið fyrir brot á lögum um auglýsingar en ekki fyrir að múta læknunum. Þetta mun vera fyrsta mál sinnar tegundar í Tékklandi. Deild innan tékknesku lögreglunar sem berst gegn spillingu rannsakaði málið en lagði það á hilluna, segir í frétt .

Opinber skýring á ferðinni var þátttaka í ráðstefnu, en Prague Daily Monitor hefur eftir Czech Television sem sagði frá ferðinni í fyrra, að læknarnir sem tóku þátt hafi ekki einu sinni þóst vera að fara á slíka ráðstefnu.

Í fréttinni segir að samtök lyfjafyrirtækja í Tékklandi hafi í fyrra víkið Actavis tímabundið úr félaginu.

Frétt Prague Daily Monitor .