Actavis skrifaði í morgun undir viljayfirlýsingu um sölu á einni af lyfjaverksmiðjum félagsins í Búlgaríu og gerir um leið framleiðslusamning við nýja eigendur að því er segir í tilkynningu félagsins.

Verksmiðjan í Razgrad er sú minnsta af þremur verksmiðjum Actavis í Búlgaríu. Kaupandi er Antibiotic-Razgrad AD, sem er félag í eigu núverandi stjórnenda verksmiðjunnar.

Sala verksmiðjunnar er í samræmi við markmið félagsins um samþættingu framleiðslueininga. Á undanförnum misserum hefur Actavis jafnframt í auknum mæli gert framleiðslusamninga við aðra lyfjaframleiðendur, í þeim tilgangi að breikka lyfjaúrval félagsins enn frekar.   Söluverð verksmiðjunnar er ekki gefið upp. Gert er ráð fyrir að gengið verði endanlega frá sölunni innan tveggja mánaða