Viðræður standa nú yfir um hugsanleg kaup Actavis á lyfjaframleiðandanum Warner Chilcott Plc. Hið síðarnefnda var boðið til sölu á síðasta ári en gekk það ekki eftir. Bloomberg fréttaveitan hefur hins vegar nú eftir forsvarsmönnum Actavis að viðræður um kaupin séu á byrjunarstigi.

Stutt er síðan fréttamiðlar greindu frá því að Actavis skoðaði samruna við annað samheitalyfjafyrirtæki, Valeant Pharmaceuticals International Inc.

Markaðsvirði Warner Chilcott var í gær um 3,76 milljarðar bandaríkjadala. Bloomberg segir að kaup Actavis á Warner Chilcott komi til með að minnka skattbyrði Actavis og styðja við það svið fyrirtækisins sem snýr að heilsuvernd kvenna.