Actavis staðfestir í fyrsta sinn aðkomu að Ratiopharm í dag. Að sögn Hjördísar Árnadóttur talsmanns félagsins kynntu forráðamenn Actavis aðkomu sína að málinu fyrir æðstu stjórnendum Ratiopharm í höfuðstöðvum félagsins í Ulm í Þýskalandi í morgun. Reyndar var um að ræða nokkuð stóran fund þar sem ríflega 50 manns hlustu á kynningu þeirra Actavismanna.

Samkvæmt fréttaskeyti Dow Jones vakir það fyrir Deutsche Bank AG að sameina Actavis og Ratiopharm. Hugmynin sé að sameinað félagð verði sett á markað án skulda eftir um það bil fimm ár. Samkvæmt frétt Dow Jones liggur ekki fyrir hve stóran hlut Deutsche Bank AG myndi eiga í sameinuðu félagi. Þá verður að hafa í huga að lyfjarisarnir Teca og Pfizer Inc. eru enn í tilboðsferlinu. Gert er ráð fyrir að kapphlaupinu um Ratiopharm ljúki í þessum mánuði og þá liggi fyrir hver hreppir hnossið.