Actavis staðfestir móttöku yfirtökutilboðs Actavis staðfestir að félaginu hefur borist tilkynning frá Novator, félags í
eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis þess efnis að félagið hyggist gera hluthöfum Actavis frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé í A flokki. Félög tengd Novator eiga nú þegar sem nemur um 38,5% af hlutafé félagsins í A-flokki. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Tilboðið verður lagt fram í evrum og hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut (sem jafngildir 85,23 krónum á hlut, miðað við opinbert viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands þann 9. maí).

Stjórn Actavis mun fjalla um málið eins fljótt og auðið er og senda frá sér tilkynningu.