Actavis Group hf. (?ACT"), tilkynnti í dag að það hefði lokið lánasamningi vegna sambankaláns að upphæð 600 milljónum evra (um 47 milljarðar króna). Mikil umframeftirspurn var eftir láninu og ákvað félagið að auka lánsfjárhæðina úr 500 milljónum evra í 600 milljónir evra. Leiðandi bankar í fjármögnuninni voru alþjóðlegu bankarnir ABN AMRO N.V., Banc of America Securities Limited og WestLB AG.

Lánið var tekið í tengslum við fjármögnun Actavis á kaupum á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide Pharmaceutical, Inc. Lánið mun einnig vera nýtt til endurfjármögnunar Actavis á skammtíma og langtímaskuldum félagsins og er lánið til 5 ára. Lánskjörin eru 0,70% fyrir næstu 12 mánuði en getur breyst í samræmi við hlutfall hagnaðar fyrir skatta og fjármagnsliði (?EBITDA") og skulda (net debt/EBITDA). Lánskjörin á tímabilinu geta því sveiflast frá 0,50%-0,80% að undanskildum næstu 12 mánuðum, sem veltur á ofangreindu hlutfalli EBITDA og skulda.

Í yfirlýsingu frá Actavis segir Róbert Westmann, fostjóri að lánasamningurinn sé einkar mikilvægan áfanga fyrir Actavis. ?Lánskjörin eru með því allra besta sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið og sýnir vel það traust sem alþjóðlegir bankar beri til félagsins. Samningurinn mun styðja vel við framtíðarvöxt okkar ásamt því að lækka talsvert fjármagnskostnað félagsins til næstu ára en lánskjörin í nýja samningnum eru um helmingi lægri en þau sem félagið hefur áður haft á sinni fjármögnun."