*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 21. maí 2013 15:27

Actavis varðist yfirtöku

Kaup Actavis á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott er vörn gegn yfirtöku annarra fyrirtækja á Actavis.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lyfjafyrirtækið Actavis réðst í kaup á írska samheitalyfjafyrirtækinu Warner Chilcott til að koma í veg fyrir að það verði sjálft tekið yfir. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Financial Times í dag, bendir á að mikill uppgangur sé í lyfjageiranum um þessar mundir og rifjað upp að lyfjafyrirtækin Mylan og Valeant hafi reynt að eignast Actavis. Kaupin á Warner Chilcott höfðu legið í loftinu um nokkurn tíma en voru tilkynnt opinberlega í gær. Kaupverðið nemur 5 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 600 milljarða íslenskra króna.

Blaðið rifjar upp að rétt um ár er liðið síðan bandaríska lyfjafyrirtækið Watson keypti Actavis.fyrir 4,5 milljarða evra.

Ítarlega er fjallað um kaup Watson á Actavis í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins í tengslum við skuldauppgjör Björgólfs Thors Björgólfssonar. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Watson Actavis Warner Chilcott