Lyfjaframleiðandinn Actavis er meðal fimm fyrirtækja sem eiga í viðræðum um kuap á pólska lyfjaframleiðandanum Polfa Warszawa. Greint er frá þessu á Mbl.is en þar er vísað í pólskan fréttavef.

Þar kemur fram að Polski Holding Faramceuyczny, móðurfélag Polfa Warsazawa, hafi óskað eftir nýjum og hærri tilboðum frá fimm aðilum, þar sem afkoman var betri en búist var við.

Sölutekjur Polfa námu 90,5 milljónum evra á síðasta ári og jókst um 11,3% frá árinu áður.

Fyrirtækin fjögur, auk Actavis, eru pólsku fyrirtækin Polpharma og Adamed, Arterium frá Úkraínu og harbin Glora Pharmaceuticals frá Kína, að því er Mbl greinir frá.