Stjórn Toshiba hefur samþykkt 15 milljarða dala yfirtökutilboð frá fjárfestahópi leiddum af Japan Industrial Partners, samkvæmt heimildum Financial Times. Um er að ræða stærstu kaup á skráðu japönsku fyrirtæki sem kaupendur hyggjast afskrá.

Markaðsvirði Toshiba við lokun markaða í morgun nam 1,82 ‏þúsund milljörðum jena, eða sem nemur tæplega 14 milljörðum dala. Markaðsvirði tæknirisans fór upp í 2,5 ‏þúsund milljarða jena í fyrra ‏þegar búist var við hærri tilboðum, m.a. frá Bain Capital og öðrum fjárfestingarsjóðum.

Fjárfestahópurinn á bak við hið n‎ýja tilboð samanstendur af 20 fyrirtækjum.

Í umfjöllun FT segir að gangi viðskiptin í gegn muni ‏það binda endi á átta ára átakatímabili hjá Toshiba sem inniheldur m.a. bókhaldshneyksli, átök um mögulega afskráningu og brunaútsölu á verðmætustu eign samstæðunnar, minniskubbaframleiðandanum sem heitir nú Kioxia.