Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt fyrir fjölmiðlum í Hörpu í dag og lagt fyrir Alþingi. Nokkur helstu atriði í frumvarpinu eru:

  • Ríkissjóður verður hallalaus, þriðja árið í röð.
  • Tollar afnumdir af öllum vörum 2017, að undanskildum ýmsum matvörum. Tekjuskattur einstaklinga lækkar.
  • Tvö skattþrep í stað þriggja.
  • Elli- og örorkulífeyrir hækkar.
  • Framlög til húsnæðismála aukin.
  • Skuldahlutföll ríkissjóðs lækka og 200 ma. hið minnsta verður varið til niðurgreiðslu skulda.
  • Aukin framlög til velferðarmála
  • Aukin framlög til nýsköpunar og þróunar
  • Betri horfur efnahagslífs með áætlun um losun hafta

VB sjónvarp tók Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tali um nokkur atriði frumvarpsins.