Gert er ráð fyrir að yfirstandandi hagvaxtarskeið muni standa yfir í að minnsta kosti níu ár í uppfærðri hagspá Greiningardeildar Arion banka. Greingaraðilar telja að útlit sé fyrir að áfram muni blása byrlega í segl íslensku þjóðarskútunnar. Þar segir að gert sé ráð fyrir kröftugum hagvexti, eða 5,3%, í ár en að hægja taki á vextinum þegar fram sækir og að hann verði nær 2% undir lok spátímans. Hægt er að lesa hagspánna hér en í henni er gert ráð fyrir mjúkri lendingu eftir kröftugan hagvöxt.

Greiningardeildin telur að einkaneyslan verði ein helsta driffjöður hagvaxtarins, verði studd áfram af litlu atvinnuleysi og kaupmáttaraukningu, en að þjónustuútflutningur muni einnig hafa mikil áhrif. Talið er að verulega muni hægja á vexti fjárfestinga á næstunni en að framlag fjárfestignar til hagvaxtar verði þó jákvætt út spátímann. Mestu munar þar um mikinn vöxt íbúðarfjárfestingar.

Krónan gefi eftir

Greiningardeild Arion banka spáir því að krónan gæti styrksts lítillega á komandi mánuðum en að hún gefi eftir um mitt næsta ár, enda sé raungengið komið í hæstu hæðir og farið sé að hægja á í hagkerfinu.

Verðbólguhorfur hafa batnað talsverta frá því í mars að mati greiningaraðila, en nú er reiknað með því að gengisáhrifin vari lengur og að hægja taki hraðar á húsnæðisverðshækkunum en áður var talið. „Verðbólgan tekur að stíga á næsta ári og fer yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans en verður þó innan vikmarka út spátímann,“ segir í greiningunni.